Ráðþrota og gjaldþrota..?

 Þeir segja manni það að ríkið ætli sér að passa uppá heimilin í landinu, þetta hljómar þannig fyrir suma að kvíðatilfinningin lamast örlítið og það fæðist von. Sannleikurinn er hinsvegar allt annar. Ég horfði á silfur Egils áðan og þar töluðu nokkrir menn að viti og eftir þá hlustun finnst mér Ísland vera bæði ráðþrota og gjaldþrota. Þeir menn sem ekki starfa á þingi tala í þá veru að Ísland sé á hausnum en þeir sem starfa á þingi segja að ekki sé svo, svona vinna hagfræðingar sem sagt einn segir annað og hinn segir hitt. Ég er ekki hissa á því að svona sé komið fyrir Íslandi ef hlutirnir ganga svona fyrir sig. En hver er sannleikurinn og hvenær fáum við að vita hann ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband