Mesta svindlmark sem ég hef séð.

Menn eru að líkja þessu marki við hið fræga mark Maradonna"hönd Guðs" en munurinn er mikill á þeim. Í fyrsta lagi, þegar aukaspyrnan er tekin er um greinilega rangstöðu að ræða,aðstoðardómarinn sér það ekki sem er athugavert svo greynileg var hún,boltinn fer yfir höfuð þess rangstæða manns og berst að endalínu og er á leið útaf, þegar Henry svindlari(cheater) klappar boltanum svo áberandi og sprynir þarnæst knettinum til Gallas sem skorar.Boltinn hjá Maradonna gat alveg eins farið uppí stúku eða til vintri og hægri en Guðs lukkan kom honum til bjargar og engin sá með neinum hætti að um hendi var að ræða þar fyrr en í endursýningu.Henry svindlari gerði þetta hins vegar mjög vandlega og ótrúlegt að dómararnir gátu ekki séð þetta.Ef menn velta fyrir sér hvort FIFA eða UEFA vilja frekar fá Íra eða Frakka á HM þarf vart að orðlengja,Frakkar eiga að fara á HM sem knattspyrnuþjóð Platinis forseta.Þetta svindl er skömm fyrir íþróttina og fyrir samböndin sem hamra á slagorðinu Fair Play.Írar eiga alla mína samúð, húmbúkkið á bak við stórþjóðirnar standa þarna að baki og við sem íslensk fótboltaþjóð sjáum í þessu tilviki að "við" litlu þjóðirnar eigum ekkert inni hjá þeim. Því er ég alveg sammála R.Keane fyrirliða Íra að forsetarnir báðir Platini og Blatter skáluðu eftir leikinn, en knattspyrnuáhugamenn og eflaust flestir leikmenn voru í sjokki um víða veröld.

KSI og allar smáþjóðir ættu að fordæma þetta atvik skriflega til beggja þessa risa sambanda.Það verður kanski til þess að dómurinn yfir Henry svindlara verður þyngdur það mikið að hann fái ekki að spila á næsta HM og helst aldrei aftur landsleik.

 


mbl.is Írar í sárum eftir ólöglegt mark Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rosaleg móðursýki hjá þér.  Í raun fáránlegt.

Henry að fá bann?? Hann tekur bara boltann með höndinni og DÓMARINN dæmir ekkert.  Hvað þá um alla leikmenn sem fiska óheiðarlegar vítaspyrnur? Taka knött með hendi og ekkert er dæmt?  Við sem höfum spilað keppnisíþróttir vitum að þetta allt saman er hluti af leiknum.  Ekkert sem hægt er að gera við þessu, dómarinn klikkar...ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta.

Það er bara þannig, sárt fyrir Íran en allt tal um samsæri og óheiðarleika er kjaftæði

Baldur (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Móðursýki ??

Eh NEI, eiga hlutirnir að þróast svona að leikmenn geti komist upp með að svindla og spila óheiðarlega í skjóli lélegrar dómgæslu ? Er það sem þú vilt ?

Ég er þeirrar skoðunnar að fótbolti á að spilast heiðarlega þá meina ég hvað fótboltann snertir ekki það að menn spyrni boltanum útaf í tíma og ótíma heldur einfaldlega drengilega og þetta sem þú nefnir hér að ofan með svindl í teigum og fisk á aukaspyrnum á að fara að refsa mun þyngra en gert re því þetta er farið að aukast verulega eins og þú hlýtur að vita.

Með þessu áframhaldi verður tæknin notuð í miðjum leik og þá geta menn eins og þú hætt að tala um einhverja atburði sem hluti af leiknum,því leikurinn mun breytast verulega við það.Leiðindar aflkeiðing franskra og annara svindlara, en mikið afskaplega er nú gott að þú sért hrifinn af svona svindli. Ég bakka ekkert með samsærið Baldur þetta hefði aldrei gerst ef um t.d Þýskaland væri að ræða.

P.s

Ekki Íran heldur Írland kallinn minn, aðeins að vakna hérna

Stefán Óli Sæbjörnsson, 19.11.2009 kl. 14:55

3 identicon

Þetta var kolólöglegt mark en rangstæða var þetta ekki. Það voru einhverjir 2 Frakkar sem voru fyrir innan þegar spyrnt var en Henry var ekki einn af þeim og því telst hann vera réttstæður 

Ingólfur (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:14

4 identicon

Baldur:
Það á að gera nákvæmlega það sama við þá sem að fiska vítaspyrnur, það kemur niður á knattspyrnunni þegar létt er tekið á svoleiðis í minni leikjum eins og við sjáum því þá er ekki hægt að taka á því í leikjum sem skipta virkilega miklu máli...
Reglurnar segja enn fremur að handleiki leikmaður knöttinn að ásettu ráði til að koma í veg fyrir andstæðingurinn nái knettinum eða til þess að skora, eigi að vísa honum af velli!!!

Það ætti að setja Henry í bann og það er engin móðursýki...

Það skal heldur engin segja mér að þetta hafi ekki verið rangstaða.  Leikmaðurinn sem var rangstæður kom í veg fyrir að varnamaðurinn gat skallað boltann í burtu og hafði þar með áhrif á leikinn....

Ég er sammála þér Stebbi, þetta er eitt mesta svindlmark sem ég hef á ævi minni séð...

Páll Pálsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Páll Pálsson, þú hefur sko vit á fótbolta

En það hefur nú verið tekið fram allsstaðar í heiminum sem umræða hefur farið fram um þennan leik að fyrstu mistökin voru að dæma ekki rangstöðu og nefna einmitt það dæmi sem þú tókst Páll.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 20.11.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband