Stjórnvöldin með allt niður um sig.

Það lá alveg kristal tært fyrir að rannsókn Evu Joly myndi kosta mikla peninga, það þarf engum að bregða því upphæðirnar voru kynntar strax. Hvað svo ? Þessir fagurgalar sem náðu því loksins að komast í ráðherrabílana fara engan vegin eftir ábendingum eða tilskipunum þeirra fagmanna sem ráðnir hafa verið. Hingað til er kostnaðurinn mikill og nauðsynlegt er að klára þá vinnu sem hafin er. Því miður hefur þessum tug milljóna vinnu verið fleygt ef Eva hættir, það er hreint út sagt skandall að hálfu forsætisráðherra og það verður að fara að draga fólk til ábyrgðar sökum þessa alls. Ríkisstjórnin er með allt niður um sig varðandi ráðningar ríkissaksóknara m.a fara ekki eftir Joly og Finninn sem átti að fara með rannsókn bankahrunsins hótaði að hætta líka sökum þess að ekki var farið eftir hans ábendingum. 

Ég velti líka fyrir mér enn og aftur, hvað ætla stjórnvöld að gera varðandi krónuna,atvinnumál og uppbyggingu bankanna ef þau hlusta ekki á það fólk sem hefur reynslu og mun meiri þekkingu á þessum málum. Það er komin tími til að þess að fólk skoði það alvarlega hvort það sé ekki best að koma þessari stjórn frá og við fáum erlenda aðila til þess að koma skútunni á réttan kjöl sem byggður er á þingsályktunartillögum kosinna þingmanna og einfaldlega það besta valið. Þetta gengur ekki upp sem verið er að bjóða okkur uppá hérna, þetta er að breytast úr hrollvekju í splatter mynd.


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir nokkuð ! Ætli frændur okkar á Norðurlöndum geti ekki lánað okkur fólk til að stjórna landinu og taka réttar ákvarðanir? Ég held hreinlega eftir viðtalið við Evu Joly í kvöld að allt traust til íslenskra stjórnmálamanna hafi horfið hjá mér. Líklega eru stjórnmálamenn og starfsmenn stjórnsýslunnar spilltir upp til hópa. Held að við verðum að leita til útlendinga því klíka og leynimakk ráða hérna ríkjum allstaðar.

Hvað er til ráða, flýja ?????

Ína (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 01:46

2 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Þetta gengur allavega ekki upp svona sko

Stefán Óli Sæbjörnsson, 11.6.2009 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband