3 einkafyrirtæki vilja ESB en ekki okkar helstu atvinnuvegir.

Það var virkilega áhugaverð ESB umræða í kastljósi í kvöld sem sagði manni ýmislegt. Forstjóri Össur hf vildi meina,að það verður stöðnun eftir nokkur ár ef við sækjum ekki um aðild að ESB og Össur hf mun flytja alla sína starfsemi erlendis, sem tæki nokkur ár,ef ekki yrði farið í ESB.Okey það er ömurlegt til þess að vita að okkar góðu fyritæki stilli dæminu upp svona. Þegar Össur var stofnað var íslensk króna og þeim tókst með henni að byggja upp þetta stóra góða fyrirtæki sem við öll getum verið stolt af, einnig má telja Marel og CCP í þessari umræðu þessi fyrirtæki voru við nákvæmlega sömu aðstæður þegar þau voru stofnuð. það er skellur fyrir alheiminn það hrun sem varð bitnar á ESB ríkjum jant sem okkur og öllum heiminum, svo mér finnst ansi mikil einföldun að tala  um krónuna sem hinn mesta óvin, þegar fyrirtæki á Spáni,Þýskalandi og fleiri ESB löndum eru að hrynja niður.

Sjávarútvegur okkar hefur verið fram til 2000 okkar stærsti atvinnuvegur við eigum að verja hann, þar er okkar gjaldeyrir sem fyrr.Landbúnaðurinn hefur verið á undanhaldi og við skattborgarar höfum greitt veginn fyrir bændurnar til að hann þrýfist, ég er ekkert mótfallinn því það er örugglega dýrara fyrir okkur að missa landbúnaðinn í atvinnuleysi og fá allt innflutt í staðinn. Bændur í ESB eru ekkert að hæla sambandinu sökum skerðingar á framleiðslu t.d. Ég viðurkenni það að ég vitna bara í viðtöl við erlenda bændur sem hafa tjáð sig og sýnt hefur verið í íslensku sjónvarpi. þetta hafa kanski verið óvildarmenn ESB og séu með áróður. En formaður bændasamtakana tók í svipaðan streng.

Þegar maður dregur þetta saman þá sér maður að íslenskir atvinnuvegir meiga missa sín fyrir skoðannir 3 forstjóra einkafyrirtækja. Með fullri virðingu fyrir þessum góðu fyrirtækjum en það undirstrikar einfaldlega það sem menn eru að hamra á, það verður að upplýsa þjóðina miklu,miklu betur áður en að einn stjórnmálaflokkur sem talar fyrir hönd 28% þjóðarinnar keyri af stað í einhverjar aðildarviðræður sem þjóðin hefur ekkert vit á. Við verðum að stoppa það af með öllum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband