Hvernig leysa fjöldskyldur vandamál sem er Myntkörfulán.

 

Það þarf engan eldflaugasérfræðing til að sjá það út að þær fjöldskyldur sem ákváðu að fá sér myntkörfulán, eru í djúpum skít. Vandinn leysist heldur ekki við það að segja að fólk sé í djúpum skít þegar það er í djúpum skít. Hvað er til ráða, 11 milljón króna lán í myntkörfu 4 er orðið að 27 milljónum eða hækkun um hundrað og eitthvað prósent. Það þarf ekkert að nefna það að sá/sú eða  þau sem fengu þessa ráðleggingu á sínum tíma eru annaðhvort (a)með lánið fryst,(b) borga ekki (c) eru með nokkra gjalddaga í vanskilum og fá ekkert að semja né reyna að frysta vegna vanskilana.

Mínar vangaveltur varðandi myntkörfulánin felast í spurningum og í leit að lausnum. 

 Getur ríkið greitt upp eða sett höfuðstólsupphæð til þess fjármálafyrirtækis sem skuldina á og skuldbreytt því myntkörfuláni í íbúðarlánasjóð eða bankalán með teknu tilliti til getu á afborgun hvers og eins. Sumir eru orðnir atvinnulausir eftir að þetta lán var tekið, sumir lækkað í launum, einhverjir hafa það bara gott og þurfa ekkert. Er þessi aðferð raunhæf ?

Hvað kostar t.d ríkið að fjármagna myntkörfulán sem eru í gangi og hvursu mikið tapar ríkið á því að gera þau upp versus að þeir einstaklingar sem geta ekki greitt geri sig gjaldþrota.

Er einhver sem er að vinna í lausnum á þessu hrykalega vandamáli eða eru allir uppteknir á því að koma Davíð úr Seðlabankanum :).

Gengisvísitaln virðist vera frosin þarna og heyrst hefur að hún fari hækkandi aftur. Hvað er til ráða ?Ég hef ekki séð neitt um þetta frá Alþingi. Er eitthvað að gerast þar eða hvað í þessum málum.

Ég bara spyr ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband