Frábært Davíð eða ömurlegt Davíð ?

 

Ég hef enga lagalega þekkingu á ráðningarmálum Seðlabankans hvað þá heldur rétt þeirra sem starfa þar. Ég spurði oft að því hvort ástæða væri til þess að Davíð segði af sér, sumir sögðu já aðrir sögðu nei. Ef Davíð og fjöldskylda hans heyrir í fjölmiðlum af innihaldi bréfs frá forsætisráðherra til hans er víða pottur brotinn hjá nýjum ráðherra. Ef bankastjórar eru með ráðningasamning í 7 ár set ég alvarlega athugasemd við bréfið sem honum barst og óskina sem í bréfinu var.

 Ef forætisráðherra getur með einu bréfi rekið bankastjóra af hverju gerir hann það þá ekki, til hvers að fara þessa leið.Davíð er ekki sammála því að hafa staðið sig illa, það eru ekki allir sammála því. Ef forsætisráðherra er ekki sátt/ur með störf bankastjóra á hann einfaldlega að reka þá. þannig að mér finnst á báða vegu þetta mál hið furðulegasta og undirstrikar öll mín skrif um samsæriskenningar gegn sjálfstæðisflokknum hjá minnihlutahópum. Hver var tilgangurinn, á stjórnarslitunum og hvernig á þessi leðjuslagur að gagnast okkur sem eru að reyna að þrauka milli mánaða. Þið ættuð ÖLL að skammast ykkar og drullast til að segja af ykkur. Slíkur er andskotans skítafnikurinn af kökunni sem hófst í bökun vestur í Borgarnesi með ræðu Ingibjargar Sólrúnar. Flokkapólitík er úr sér gengin,gegnsósa af spillingu og valdagræðgi. Enn og aftur segi ég og skrifa við þrælar þessa lands borgum undir ykkur sukkið og svínaríið á meðan þið tottið vindla og étið kavíar í hinu háa Alþingi við erum höfð að háði og spotti.  Samt brosum við fram í tilveruna og segjum " þetta reddast". Vitandi það að hver stjórinn á fætur eftir öðrum er blindfullur.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband