Stjórnin féll 21.jan s.l. Blekkingarlekurinn er þó eldri.......

Þann 21.jan gerðust ýmislegir hlutir, ég nefndi að ríkisstjórnin hafi fallið þá, en kom Ágúst varaformaður Sf fram og kallaði á kosningar og þessi aumkunarvarða yfirlýsing sem var einhverskonar gagnrýni á sjálfstæðisflokkinn. Framkvæmdarstjórinn hjá samfylkingunni gaf út yfirlýsingu þennan dag með þessum upphafsorðum „Er ríkisstjórnin traustur samningsaðili?,“ Þessi yfirlýsing hans var partur af leikfléttu samfylkingarinnar sem er að koma í ljós á morgunn.

Gott og vel flokkurinn virtist vera á þessum tíma að sögn Ingibjargar Sólrúnar að eibeita sér að því að leysa þau vandamál sem væru í þjóðfélaginu. (Ingibjörg var stödd í Svíþjóð á þessum tíma.)Hún hélt það að fólk sitt væri að vinna að lausn, en annað kom á daginn. Þær aukapersónur í leikriti samfylkingarinnar voru á öðru bandi. Enda kom það í ljós sama dag þegar að nokkrir af þingmönnum samfylkingarinnar lögðu fram einhversskonar tillögu um það að kjósa ætti strax. Þennan dag féll ríkisstjórnin því uppfrá þessari atburðarrás fer formaður farmsóknarflokksins að bjóða sig sem stuðningsbandalag ásamt Vg til stjórnarmyndunar með samfylkingu ótrúleg tilviljun. Í dag er enn verið að ræða sömu hluti og þá sem hófust þarna. Á morgun tekur þessi blekkingarleikur gildi, við sem höfum verið að mótmæla spillingunni og aðgerðarleysinu fengum þetta í staðin. Spillingu ofan á spillingu, engin segist vera búin að vera í "formlegum" viðræðum,takið eftir þessari setningu, enþá er verið að ljúga að okkur eins og við séum asnar.

Viðræðurnar hafa átt sér stað frá a.m.k 21 jan. Það er klárt. Nú þarf bara að lesa bloggin og fréttirnar aftur til 1. nóv til að átta sig á því hvernig blekkingarleikurinn byrjaði. Og við horfum á leikritið með asnaeyrun sperrt!! Ég tala nú ekki um þá mörghundruð mótmælendur sem óttuðust þetta. það er eins gott að blekkingarleikurinn verði ekki upprætur en ég stórefast um það því landið er lítið en munnarnir stórir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband