Ekki tímabært að rjúka í aðildarviðræður um ESB

Íslendingar eru tvístígandi yfir ESB og það verður að fara mjög rólega af stað í þessu. Helst hefði ég viljað láta kjósa um það hvort við ættum að fara í aðildarviðræður eða ekki. Svo finnst mér tímasetningin algerlega út í hött þ.e.a.s að ákvörðun verði að ligggja fyrir núna, við erum að berjast í böggum fjárhagslega og einnig er stjórnleysa. Samfylkingin vill að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki aðild annars skríður hún upp í rúm hjá öðrum, þetta er taktlaust og tímaskekkja. Í dag byrtist könnun í Fréttablaðinu og þar kom í ljós að við erum 59.6 % sem ekki vilja aðildarumsókn. Það þarf að kynna ESB fyrir okkur mun betur áður en að við erum þvinguð í aðildarviðræður. Einfaldlega þarf að gera margt annað og mikilvægara áður en að menn vaða útí þetta langa og eitt mikilvægasta skref sem Ísland hefur tekið frá 1944.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband