Áfram heldur dómskerfið að bregðast.

Eitt sinn fór ég á sjó,með herkjum dugði sú atvinnugrein mér á 6 mánuð.Fyrsta túrnum gleymi ég þó aldrei en ég kastaði upp í 10 sólarhringa.Ég minnist ekki að bátsfélaga mínir  hafi verið að djöflast í mér á meðan þessu stóð heldur klöppuðu allir á ellefta dagi þegar ég borðaði loks læri og mikið af því.Ég man ekki heldur eftir neinni busun, heldur frekar beðinn um að sækja þetta og hitt sem báru furðuleg heiti hjá vélstjóranum eða skipstjóra og allir höfðu gaman af,meira að segja manni sjálfum.En eftir þessa frétt, þá spyr maður sig hvert siðferðið er stefna eða öllu heldur hvert er siðferði manna komið þegar kemur að stríðni eða fíflagangi.Ef fordæmi væri fyrir þungri refsingu á hendur þeim sem lenda í ofbeldi kynferðis,andlegu eða líkamlegu þá skildu menn velta því fyrir sér hvernig standa ætti að svokallaðrari "busun" á 13 ára barni um borð í einhveju skipi. Verst er að þessum mönnum finnst þetta enn fyndið og iðrast einskis,en ef dómurinn hefði verið óskilorðsbundinn í eitt ár,þá myndu þeir kanski iðrast eða hugsa um það að það sem þeir gerðu var rangt.Fordæmið fyrir vægum dómum á hendur gerendum í málum sem þessum, er einfaldlega þess eðlis að menn gæta sínn ekki lengur á sínu siðferði og framkomu á næsta manni,því miður.

Svo er það önnur vangavelta hvert við erum komin sjálf sem manneskjur ef að við þurfum orðið dómstóla til að standa á varbergi um hegðun okkar,það er grafalvarlegt og kanski alvarlegast af þessu öllu.


mbl.is Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband